Fótbolti

Sverrir Ingi spilaði allan leikinn í tapi Rostov

Dagur Lárusson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Rostov
Sverrir Ingi í leik með Rostov Vísir/getty
Sverrir Ingi Ingason spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir CSKA Moscow í dag en eins og margir vita þá gekk hann til liðs við rússlenska liðið í sumar frá Granada.

Það var Vasili Berezutski sem að kom heimamönnum yfir í leiknum á 30. mínútu og var staðan 1-0 í hálfleik. Það var síðan Vitinho sem skoraði seinna mark CSKA Moscow og þar við sat.

Rostov situr í 5.sæti deildarinnar en þeir hafa fengið aðeins 3 stig í síðstu 4 leikjum. Þess má geta að Rostov hefur fengið á sig næstfæst mörk í deildinni á eftir Zenit.


Tengdar fréttir

Sverrir Ingi: Rússneskan verður klár næsta sumar

Sverrir Ingi Ingason segist vera ánægður með byrjun sína hjá rússneska félaginu Rostov. Hann segir einnig að það sé algjörlega undir þjálfaranum komið hvort hann muni byrja inná gegn Finnum á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×