Innlent

Akreinar Kringlumýrarbrautar til norðurs grafnar upp

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona verður fyrirkomulagið eftir hádegi
Svona verður fyrirkomulagið eftir hádegi Mynd/Veitur
Hafist verður handa við að grafa upp akbrautir Kringlumýrarbrautar til norðurs á morgun vegna framkvæmda við lagningu vatnsæðar undir götuna.

Er þetta seinni hluti framkvæmdanna en búið er að leggja vatnsæð undir akreinina til suðurs og ljúka vinnu í miðeyju götunnar.

Á morgun, þriðjudaginn 19. september, mun verktakinn hefjast handa við að grafa upp akbrautirnar til norðurs og klára að leggja vatnsæðina undir Kringlumýrarbrautina.

Í tilkynningu frá Veitum segir að fækka þurfi akreinum frá því sem nú er, úr fjórum í þrjár. Umferð verður hagað þannig að fyrir hádegi verða tvær akreinar til norðurs og ein til suðurs en síðdegis verða tvær akreinar til suðurs og ein til norðurs.

Er þetta gert til að hafa ætíð fleiri akgreinar í þá átt sem umferðarþunginn er meiri að því er segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að framkvæmdirnar hafi gengið vel til þessa og vilja Veitur þakka vegfarendum sem tekið hafa vel í tilmæli um annað leiðarval, aðra ferðamöguleika, rýmri ferðatíma og sýnt bæði þolinmæði og skilning.

Svona verður fyrirkomulagið eftir hádegi á KringlumýrarbrautMynd/Veitur

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×