Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Forseti Íslands undirritaði í dag tillögu forsætisráðherra um þingrof og verða alþingiskosningar 28. október.

Forsetinn sagðist í dag vonast til að stöðugleiki og stöðugt stjórnarfar næðist í landinu eftir næstu kosningar og áréttaði ábyrgð alþingismanna um að koma að starfhæfum ríkisstjórnarmeirihluta í landinu.

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra hyggst gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu í komandi kosningum. Hún telur sig ekki hafa brugðist trúnaðarskyldum með því að greina forsætisráðherra frá því að faðir hans væri einn meðmælenda dæmds kynferðisbrotamanns vegna uppreistar æru.

Ítarlega verður farið yfir stöðuna í íslenskri pólitík í fréttum Stöðvar 2 á slaginu hálf sjö í kvöld.

Þar verður einnig rætt við lektor í refsirétti sem segir að tilefni gæti verið til endurupptöku á ákvörðunum um uppreista æru ef formgallar hafa verið á umsóknum.

Breytingar á meðmælabréfum gætu talist lögreglumál. Þá verðum við einnig á léttari nótum í fréttatímanum og förum yfir það helsta á Emmy – verðlaununum sem veitt voru í nótt, en þar voru konur einstaklega sigursælar. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×