Enski boltinn

Özil: Hættið að tala og styðjið liðið

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mesut Özil svekktur í lok 0-4 taps Arsenal gegn Liverpool
Mesut Özil svekktur í lok 0-4 taps Arsenal gegn Liverpool Vísir/Getty
Mesut Özil vill að fyrrum leikmenn Arsenal hætti að tala og fari að styðja liðið.

Það hefur verið mikið um gagnrýni á frammistöðu Arsenal það sem af er tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni, en liðið er aðeins með þrjú stig eftir fyrstu þrjá leikina og er í 16. sæti deildarinnar.

„Ég hef persónulega þurft að eiga við mikla gagnrýni þann tíma sem ég hef verið í London,“ sagði Özil á Facebook-síðu sinni.

„Fólk hefur sagt ég hafi verið of dýr, sé of gráðugur, með slæma líkamstjáningu og berjist ekki.“

„Sumir sem segja þetta þekkja mig ekki. Sumir eru fyrrum leikmenn félagsins. Þrátt fyrir að gagnrýni sé eitthvað sem allir fótboltamenn þurfa að eiga við bjóst ég við að goðsagnir höguðu sér eins og goðsagnir.“

„Ég ráðlegg þessum fyrrum Skyttum að hætta að tala og fara að styðja liðið.“




Tengdar fréttir

Er Wenger loksins komin á endastöð?

Andlausar Skyttur áttu engin svör gegn Liverpool í niðurlægjandi 4-0 tapi á Anfield í gær. Þetta var annað tap Arsenal í röð. Mörg spurningamerki hanga yfir Arsenal-liðinu sem er strax komið í eltingarleik eftir aðeins þrjár umferðir.

Mesut Özil: Ég vil vera áfram hjá Arsenal

Þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil vill ekki fara frá Arsenal ef marka má nýjasta viðtalið við kappann en hann er núna að detta inn á síðasta árið á samningi sínum við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×