Enski boltinn

Costa eyddi öllum samfélagsmiðlum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Costa ætlar ekki að gefa sig.
Costa ætlar ekki að gefa sig. vísir/getty
Diego Costa er búinn að eyða öllum samfélagsmiðlum svo forráðamenn Chelsea geti ekki lengur fylgst með honum.

Brassinn hefur haldið til í heimalandi sínu þar sem hann neitar að snúa aftur til Englands.

Knattspyrnustjóri Chelsea, Antonio Conte, á að hafa sagt Costa að hann hefði ekki not fyrir framherjann í smáskilaboðum.

Útlit var fyrir því að sáttir væru að nást á milli Costa og Chelsea þegar hann var valinn í lokahóp liðsins fyrir úrvalsdeildina sem tilkynntur var eftir að félagaskiptaglugganum var lokað, en nú virðist það ekki vera raunin.

Fyrir hverjar tvær vikur sem Costa er fjarverandi frá æfingum Chelsea fær hann 300 þúsund pund í sekt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×