Körfubolti

Hlynur kominn með hundrað landsleiki í byrjunarliði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson,
Hlynur Bæringsson, Mynd/FIBA
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, náði glæsilegum tímamótum í leiknum á móti Frakklandi á Evrópumótinu í Helsinki.

Hlynur var í byrjunarliði Íslands eins og vanalega og náði þar með að byrja sinn hundraðasta landsleik á gólfinu.

Hlynur hefur nú alls spilað 114 landsleiki fyrir Íslands og í 100 þeirra hafa þjálfarnir haft hann í byrjunarliðinu. Hlynur hefur því komið af bekknum í aðeins fjórtán landsleikjum.

Fyrsti leikir Hlyns í byrjunarliði landsliðsins var í vináttulandsleik á móti Belgíu sem fór fram í Keflavík 25. júní 2004. Það var hans fimmti landsleikur á ferlinum.

Hlynur hefur nú verið í byrjunarliði Íslands í 67 landsleikjum í röð eða allt frá því að hann kom inn af bekknum í leik gegn Austurríki í Smáranum í undankeppni EM í ágúst 2009.

Frá árinu 1983 hafa aðeins þrír aðrir leikmenn náð að byrja hundrað landsleiki en það eru þeir Guðmundur Bragason (150), Valur Ingimundarson (107) og Jón Kr. Gíslason (103).

Flestir byrjunarliðsleikir í íslenska Eurobaskethópnum 2017:

Hlynur Bæringsson    100

Jón Arnór Stefánsson    76

Logi Gunnarsson    66

Haukur Helgi Pálsson    56

Pavel Ermolinskij    50

Hörður Axel Vilhjálmsson    43

Martin Hermannsson    21

Ægir Þór Steinarsson    12

Kristófer Acox    11

Brynjar Þór Björnsson    4

Tryggvi Snær Hlinason    4

Elvar Már Friðriksson    2

Flestir byrjunarliðsleikir í íslenska landsliðinu 1983-2017:

Guðmundur Bragason    150

Valur Ingimundarson    107

Jón Kr. Gíslason    103

Hlynur Bæringsson    100

Friðrik Stefánsson    83

Teitur Örlygsson    78

Jón Arnór Stefánsson    76

Herbert Arnarson    69

Logi Gunnarsson    66

Haukur Helgi Pálsson    56

Jakob Örn Sigurðarson    56

Falur Harðarson    51

Magnús Helgi Matthíasson    51

Pavel Ermolinskij    50


Tengdar fréttir

Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands

Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason.

Haukur: Við fundum okkur svolítið sjálfir

Það var gott hljóðið í Hauk Helga Pálssyni eftir æfingu íslenska körfuboltalandsliðsins í gær en liðið var þá að undirbúa sig fyrir leik á móti Slóvenum á EM í Helsinki sem fram fer í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×