Körfubolti

Ættarmót hjá körfuboltafjölskyldunni

Arnar Björnsson skrifar
Íslendingar mæta Slóvenum á Evrópumótinu í körfubolta í Helsinki klukkan 10.45. Hjónin Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir voru á leið í keppnishöllina ásamt dætrum sínum.  

„Það er frábært að vera hérna og styðja strákana. Maður verður að vera með hóflegar væntingar. Ég átti ekki von á því að við myndum vinna marga leiki“, segir Falur.  Falur og Margrét voru á síðasta Evrópumóti í Berlín. „Þá tókum við eldri deildina þá sem gátu farið með okkur á barina“ segir Margrét. „Þetta er búið að vera æði og mun skemmtilegra en í Berlín“, segir Lovísa elsta dóttirin.  

Falur lék eitt ár í Finnlandi með ToPo Honka og er búinn að hitta gamla liðsfélaga hér í Helsinki.  

Viðtalið við þau má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×