Enski boltinn

Mourinho: Neymar breytti öllu

Dagur Lárusson skrifar
José Mourinho
José Mourinho Vísir/Getty
José Mourinho, stjóri Manchester United, segir að kaup PSG á Neymar í sumar hafi breytt leikmannamarkaðnum endanlega.

Eins og vitað er þá keypti franska liðið Neymar á 198 milljónir punda frá Barcelona og er það metupphæð en Mourinho telur að forráðarmenn Manchester United hafi verið klókir að klára öll sín kaup snemma í sumar.

„Við vorum mjög sniðugir. Við héldum að það gæti eitthvað gerst sem myndi breyta markaðnum endanlega og það gerðist.“

„Vanalega verða leikmenn ódýrari eftir því sem líður á sumarið en það var ekki raunin í sumar vegna þess hvað gerðist með PSG og Neymar.“

Manchester United keypti þá Romelu Lukaku frá Everton á 90 milljónir punda og Nemanja Matic frá Chelsea á 40 milljónir punda en Mourinho telur að þeir hefðu verið mun dýrari eftir kaup PSG á Neymar.

„Ég tel að hefðum við keypt Lukaku þann 31.ágúst þá hefði hann kostað 150 milljónir punda og Matic hefði kostað 60 eða 70 milljónir punda, Neymar breyttu öllu.“


Tengdar fréttir

Mourinho markmaður í góðgerðarleik

Jose Mourinho, knattspyrnustjór Manchester United, varð miðpunktur athyglinnar í góðgerðarleik fyrir fórnarlömb brunans í Grenfell turninum í Lundúnum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×