Innlent

Áfram rigning í kortunum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun rigna á landsmenn í dag.
Það mun rigna á landsmenn í dag. Vísir/Ernir

Fólk Norðan- og Austanlands má gera ráð fyrir því að það verði skýjað í dag og að það kunni að rigna dálítið á það ef marka má spá Veðurstofunnar. Sunnantil er talið verða skýjað með köflum og einhverjir skúrir, sérstaklega síðdegis. Vindur verður úr norðaustri og á bilinu 3 til 10 metrar á sekúndu.

Veðurstofan áætlar að það muni hvessa á morgun og að vindhraðinn verði um 8 til 13 metrar á sekúndu. Áfram mun rigna á austanverðu landinu en gert er ráð fyrir heldur hægari vindi og bjartviðri á Suður- og Vesturlandi. Hitinn verður að jafnaði um 6 til 14 stig, hlýjast sunnanlands.

Nánar á veðurvef Vísis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðaustan 8-13 m/s á austurhelmingi landsins og rigning með köflum. Heldur hægari vindur og bjartviðri suðvestan- og vestanlands. Hiti 5 til 10 stig, en að 14 stigum yfir daginn sunnan heiða. 

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið norðan- og austanlands. Austan 8-13 og rigning sunnantil á landinu um kvöldið. Hiti breytist lítið. 

Á sunnudag og mánudag:
Norðlæg átt 5-13 með súld eða rigningu, en bjartviðri á sunnanverðu landinu. Hiti frá 4 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 14 stig syðst að deginum. 

Á þriðjudag:
Hæg breytileg átt og skúrir í flestum landshlutum. Hiti 7 til 12 stig. 

Á miðvikudag:
Líkur á norðanátt með rigningu norðan- og austanlands og kólnandi veðriAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira