Enski boltinn

Glugganum verður lokað fyrr næsta sumar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við Everton í sumar, eftir að deildin var farin af stað.
Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við Everton í sumar, eftir að deildin var farin af stað. Mynd/Twitter-síða Everton
Félagsskiptaglugga ensku úrvalsdeildarinnar verður lokað áður en tímabilið hefst næsta sumar. Félögin í deildinni kusu um málið á fundi í dag og staðfestu tillöguna.

Glugganum mun verða lokað klukkan 17:00 að staðartíma í Bretlandi fimmtudeginum áður en fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð sumarið 2018.

Samþykkt tillögunnar var ekki einróma og hefur ekki áhrif á félagsskiptaglugga í neðri deildum Englands. Lið í Englandi munu því ekki geta keypt sér nýja leikmenn bróðurpartinn úr ágústmánuði, en lið annars staðar í Evrópu munu geta náð sér í leikmenn út ágúst eins og vant hefur.


Tengdar fréttir

Rætt um styttingu sumargluggans

Félögin í ensku úrvalsdeildinni ræða nú hvort eigi að stytta tímann sem félagskiptaglugginn er opinn á sumrin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×