Enski boltinn

Scudamore: Flestir stjórar vildu lokun gluggans

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Richard Scudamore
Richard Scudamore Vísir/getty
Í dag var tekin ákvörðun um að loka félagsskiptaglugganum í ensku úrvalsdeildinni fyrr á næsta tímabili. SkySports heyrði hljóðið í Richard Scudamore, forseta deildarinnar, eftir að niðurstaðan var kunngerð fyrr í dag.

„Kosningin var ekki einróma, en það var enginn óheyrilega reiður með niðurstöðuna,“ sagði Scudamore. Samkvæmt heimildum Sky voru 14 félög af 20 sem greiddu atkvæði með breytingunni. 5 voru á móti og 1 sat hjá.

„Það voru áhyggjuraddir frá sumum félögum vegna þess að þó þau gætu ekki keypt inn nýja leikmenn, þá gætu önnur félög þar sem glugginn er opinn lengur keypt þeirra leikmenn. Þess vegna gátu þau ekki stutt tillöguna.“

Sjá einnig: Glugganum verður lokað fyrr næsta sumar

„Við héldum fund með knattspyrnustjórum fyrir tímabilið. Þeir voru með mjög sterka skoðun á þessu. Næstum allir vildu loka glugganum fyrr. Félögunum finnst það rangt að í fyrsta leik tímabilsins gætu þau mætt leikmanni sem svo nokkrum vikum seinna gæti spilað fyrir annað félag.“

Mikið hefur verið um að leikmenn spili ekki með sínum félagsliðum þar sem óvissa ríkir í kringum framtíð þeirra. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði ekkert með Swansea í byrjun tímabilsins, eins og Alexis Sanchez hjá Arsenal og Philippe Coutinho hjá Liverpool.


Tengdar fréttir

Rætt um styttingu sumargluggans

Félögin í ensku úrvalsdeildinni ræða nú hvort eigi að stytta tímann sem félagskiptaglugginn er opinn á sumrin.

Peningarnir streyma inn í enska boltann sem aldrei fyrr

Enska úrvalsdeildin er alltaf að græða meiri og meiri pening og um leið setja ensku liðin ný gróðamet á hverju ári en þetta kemur fram í nýjustu samantekt Deloitte á tekjum liða í vinsælustu fótboltadeild í heimi.

Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta

"Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×