Körfubolti

Spánverjar kláruðu C-riðilinn með fullu húsi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pau Gasol skoraði 20 stig og tók átta fráköst.
Pau Gasol skoraði 20 stig og tók átta fráköst. vísir/epa

Spánn vann alla fimm leiki sína í C-riðli EM í körfubolta með samtals 146 stigum.

Evrópumeistararnir unnu öruggan sigur á Ungverjum, 64-87, í lokaumferð riðlakeppninnar í dag.

Pau Gasol skoraði 20 stig og tók átta fráköst í liði Spánar sem mætir annað hvort Tyrklandi eða Lettlandi í 16-liða úrslitum.

Þrátt fyrir tapið eru Ungverjar öruggir með sæti í 16-liða úrslitum.

Króatar rúlluðu yfir Tékka, 69-107, í C-riðli. Bojan Bogdanovic skoraði 25 stig fyrir Króatíu sem endar í 2. sæti C-riðils. Tékkland er hins vegar úr leik.

Serbía vann 20 stiga sigur á Belgíu, 54-74, í D-riðli. Boban Marjanovic skoraði 22 stig og tók sjö fráköst í serbneska liðinu. Bogdan Bogdanovic skoraði 15 stig og gaf níu stoðsendingar.

Rússar báru sigurorð af Bretum, 82-70, í sama riðli.

Aleksei Shved fór hamförum í rússneska liðinu og skoraði 30 stig og gaf átta stoðsendingar. Hann setti niður sex þrista í aðeins níu tilraunum. Timofey Mozgov skoraði skoraði 11 stig og tók 11 fráköst.

Riðlakeppninni lýkur svo í kvöld með leikjum Svartfjallalands og Rúmeníu í C-riðli og Lettland og Tyrklands í D-riðli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira