Innlent

Áslaug Arna biðst afsökunar: „Ég veit betur“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Áslaug Arna segir að fyrirspurnin hafi verið skrifuð í hugsunarleysi
Áslaug Arna segir að fyrirspurnin hafi verið skrifuð í hugsunarleysi Getty/Eyþór
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir að það hafi verið hugsunarleysi að óska eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. Hún birti afsökunarbeiðni vegna málsins á Facebook og Twitter í dag.

Áslaug óskaði eftir slóð á streymi á bardagann á Twitter um helgina en Stöð 2 Sport hafði keypt réttinn að bardaganum og sýndi hann í beinni útsendingu aðfaranótt sunnudags. Áslaug Arna eyddi tístinu sínu en bæði Stundin og Fréttablaðið fjölluðu um málið.

Vísir leitaði eftir viðbrögðum frá Áslaugu Örnu í morgun. Í tísti sínu skrifaði hún

„Ég gerði mistök og biðst velvirðingar á því. Stundum þegar mikið liggur við þá leitar maður langt yfir skammt, kannski hvatvísi en allavega hugsunarleysi. Ég veit betur en get bara beðist afsökunar. Mér skilst að ég hafi misst af góðum bardaga.“



Margir hafa gagnrýnt tíst Áslaugar um ólöglega streymið þar sem undir allsherjar- og menntamálanefnd heyra meðal annars málefni fjölmiðla og starfsumhverfi þeirra.


Tengdar fréttir

Áslaug vildi streyma bardaganum

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×