Enski boltinn

Tvöfaldur Evrópudeildarmeistari til West Brom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Grzegorz Krychowiak fékk lítið að spila hjá Paris Saint-Germain.
Grzegorz Krychowiak fékk lítið að spila hjá Paris Saint-Germain. vísir/getty
West Brom hefur fengið pólska landsliðsmanninn Grzegorz Krychowiak á láni frá Paris Saint-Germain.

Það hefur verið nóg að gera á skrifstofunni hjá West Brom en fyrr í dag festi liðið kaup á Kieran Gibbs frá Arsenal.

Krychowiak, sem er 27 ára, sló í gegn hjá Sevilla þar sem hann vann Evrópudeildina í tvígang.

Síðasta sumar keypti PSG Krychowiak frá Sevilla. Pólski miðjumaðurinn fékk fá tækifæri hjá franska liðinu í fyrra og ljóst þótti að það myndi ekki breytast í vetur. Hann færði sig því um set.

Krychowiak hefur leikið 45 landsleiki fyrir Pólland og skorað tvö mörk. Hann lék með pólska liðinu á EM í Frakklandi í fyrra.


Tengdar fréttir

Gibbs seldur til WBA

WBA nældi sér í leikmann í dag er bakvörðurinn Kieran Gibbs kom frá Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×