Enski boltinn

Dregið í deildarbikarinn að næturlagi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Sú óvenjulega nýbreytni verður á næsta drætti í ensku deildabikarkeppninni að hann fer fram í Kína um hánótt að breskum tíma.

Dregið verður aðfaranótt föstudags, klukkan 03.15 að íslenskum tíma. Engin sjónvarpsútsending verður hins vegar viðburðinum en honum lýst hins vegar á Twitter-síðu keppninnar.

Þetta hefur vakið athygli á Englandi, ekki síst í ljósi þess að á ýmsu gekk þegar dregið var í fyrstu tvær umferðirnar.

Í fyrri drættinum, sem var sjónvarpað beint frá Tælandi, var Charlton sýnt í tveimur viðureignum í texta sem birtist á skjánum. Í þeim síðari var mikill ruglingur um hvort lið fengu heimaleik eða útileik.

Enski deildabikarinn ber nú nafn Carabao, sem er orkudrykkjaframleiðandi með höfuðstöðvar í Tælandi.

Sýnt verður frá tveimur leikjum í enska deildabikarnum í vikunni á Stöð 2 Sport. Á morgun verður viðureign Sheffield United og Leicester sýnd klukkan 18.40 og á sama tíma á miðvikudag leikur Blackburn og Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×