Enski boltinn

Nasri seldur til Tyrklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og sjá má var Samir Nasri ekkert að farast úr hamingju við komuna til Tyrklands.
Eins og sjá má var Samir Nasri ekkert að farast úr hamingju við komuna til Tyrklands. vísir/getty
Samir Nasri er genginn í raðir tyrkneska úrvalsdeildarliðsins Antalyaspor frá Manchester City.

Nasri lék sem lánsmaður með Sevilla á síðasta tímabili. Frakkinn stóð sig vel á undirbúningstímabilinu í sumar en var ekki í leikmannahópi City gegn Brighton í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar um síðustu helgi.

City keypti Nasri frá Arsenal fyrir 25 milljónir punda árið 2011. Hann varð tvisvar sinnum enskur meistari og tvisvar sinnum deildabikarmeistari með City.

Nasri, sem er þrítugur, skrifaði undir tveggja ára samning við Antalyspor sem er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í tyrknesku deildinni. Talið er að kaupverðið sé í kringum átta milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×