Erlent

Tveir látnir eftir skjálfta á Ítalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Töluverðar skemmdir eru á byggingum.
Töluverðar skemmdir eru á byggingum. Vísir/AFP
Tvær konur eru látnar og 39 manns særðust eftir að jarðskjálfti reið yfir eyjuna Ischia við strendur Ítalíu í gærkvöldi.

Í frétt BBC segir að skjálftinn hafi verið 4 á stærð og riðið yfir um klukkan níu á staðartíma.

Töluverðar skemmdir eru á byggingum og hafa viðbragðsaðilar þurft að hjálpa fólki úr húsarústum. Eyjan er rétt fyrir utan strendur Napólí og er vinsæll áfangastaður ferðamanna.

Skjálftinn varð á um fimm kílómetra dýpi, rétt norður af Casamicciola á eyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×