Erlent

Táningur handtekinn fyrir að dansa macarena

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dansinn dunaði.
Dansinn dunaði. Mynd/Skjáskot
Fjórtán ára táningspiltur hefur verið handtekinn í Sádí-Arabíu eftir að myndband af honum að dansa macarena-dansinn fór á flug á samfélagsmiðlum. BBC greinir frá.

Talið er að myndbandið hafi verið tekið upp á síðasta ári í borginni Jeddah. Þar má sjá piltinn taka danssporinn á fjölfarinni umferðargötu í borginni.

Táningurinn er í haldi lögreglu þar sem hann er sakaður um að hafa sýnt af sér óviðeigandi hegðun á almannafæri. Ekki er vitað hvort að hann verður ákærður. Þá er þjóðerni piltsins einnig á huldu.

Macarena-dansinn varð gríðarlega vinsæll á tíunda áratug síðustu aldar eftir að samnefnt lag kom út. Myndbandið sem um ræðir má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×