Viðskipti innlent

Hagnaður Arion banka eykst

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir keyptu um 29% hlut í bankanum í marsmánuði.
Alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir keyptu um 29% hlut í bankanum í marsmánuði. Vísir/Stefán
Hagnaður Arion banka á fyrri helmingi ársins 2017 nam 10,5 milljörðum króna samanborið við 9,8 milljarða króna á sama tímabili 2016.

Hagnaður Arion banka á öðrum ársfjórðungi ársins 2017 nam 7,1 milljarði króna samanborið við 6,9 milljarða króna á sama tímabili 2017.

Heildareignir námu 1.126,4 milljörðum króna í lok júní samanborið við 1.036,0 milljarða króna í árslok 2016 og eigið fé hluthafa bankans nam 221,6 milljörðum króna í lok júní, samanborið við 211,2 milljarða króna í árslok 2016.

„Efnahagur bankans er sterkur og hefur mikil áhersla verið lögð á að tryggja lausafjárstöðu í tengslum við afnám fjármagnshafta, sem nú er að mestu lokið,“ að því er segir í tilkynningu frá bankanum.

Eiginfjárhlutfall bankans var 28,4% í lok júní en var 27,1% í árslok 2016. Hlutfall eiginfjárþáttar A hækkaði og nam 27,8% samanborið við 26,5% í árslok 2016.


Tengdar fréttir

Arðsemi bankanna enn undir markmiði

Arðsemi stóru viðskiptabankanna þriggja af reglulegum rekstri batnaði lítillega í fyrra en er þó of lítil ef miðað er við arðsemiskröfu íslenska ríkisins. Grunnrekstur bankanna fer batnandi en enn eiga þeir mikið verk fyrir höndum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×