Lífið

Ætlar að vera duglegri við að skoða Ísland

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ég er búin að vera mjög heppin í sumar og fá að ferðast með vinnunni. Mér finnst ótrúlega gaman að ferðast og kynnast nýjum stöðum,” segir Guðrún Helga Sørtveit förðunarfræðingur og bloggari á Trendnet. Hún var flugfreyja hjá WOW Air í sumar en í haust heldur hún áfram námi sínu í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Lífið fékk Guðrúnu Helgu til þess að deila sínum uppáhalds stöðum.

Ég á mér nokkra uppáhalds staði en þeir eru meðal annars í norsku sveitinni hjá ömmu minni og afa. Þau búa rétt fyrir utan Bergen og mér líður alltaf vel þegar ég er þar og á mér margar æðislegar minningar.

Guðrún Helga
Síðan fékk ég að kynnast einni borg í sumar en það er San Francisco en þetta er æðisleg borg. Það er hægt að gera svo margt í henni og veðrið er yndislegt, ekki of kalt og ekki of heitt. Ég mæli klárlega með að gera sér ferð þangað.

Guðrún Helga
Ég elska að vera í Kaupmannahöfn. Ég hef verið þar þó nokkuð oft einsog kannski flestir íslendingar en það er bara eitthvað Kaupmannahöfn.

Guðrún Helga
Önnur borg sem heillað mig í sumar var Montreal, þar eru æðislegir veitingastaðir, alltaf eitthvað að gerast í kringum mann og yndislegt spa sem heitir BOTA BOTA. Mig langar klárlega að fara aftur þangað og kynnast borginni betur.

Guðrún Helga
Það eru síðan margir æðislegir staðir hérna á Íslandi og vildi ég óska þess að ég væri duglegri við að heimsækja mitt eigið land. Ég ætla klárlega að reyna bæta úr því á næstunni en einn af mínum uppáhalds stöðum á Íslandi er Hafnarfjörður, eins klisjulegt og það hljómar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×