Lífið

Fimm staðreyndir sem þú vissir ekki um Maisie Williams

Stefán Árni Pálsson skrifar
William hefur farið á kostum í þáttunum Game of Thrones alveg frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2011.
William hefur farið á kostum í þáttunum Game of Thrones alveg frá því að þættirnir hófu göngu sína árið 2011.
Maisie Williams fer með eitt af aðalhlutverkunum í þáttunum Game of Thrones en hún leikur Arya Stark.

Karakterinn er mjög svo vinsæll en Arya er grjóthörð ung kona sem er heldur betur erfitt að eiga við.

Inni á YouTube-síðunni Screen Facts er farið yfir fimm atriði sem þú vissir líklega ekki um Williams. Þessi breska leikkona er tvítug en hún hefur verið í þáttunum í mörg ár.

Hér að neðan má lesa þau fimm atriði sem ættu að koma þér á óvart í tengslum við Maisie Williams.

1. Hún heitir í raun ekki Maisie. Hún heitir í raun Margaret Constance Williams

2. Williams er frábær dansari og byrjaði að dansa langt áður en hún fór út í leiklist. Leikkonan er mjög góð í ballet, jazz-dansi og hip-hop.

3. Hún getur ekki horft á öll ógeðslegu atriðin í GOT. Hún þarf sjálf oft að leika í umræddum atriðum en getur í raun ekki horft öll viðbjóðslegu morðin á skjánum.

4. Williams er í raun mjög lík Arya Stark. Hún þolir ekki staðalímyndir og vill bara lifa lífinu nákvæmlega eins og hún vill.

5. Hún hætti í skóla aðeins fjórtán ára gömul. Sú ákvörðun var tekin á sínum tíma þegar hún fékk tækifæri að leika í GOT. Ákvörðunin var foreldrunum erfið en að lokum fékk hún að hætta í skóla aðeins 14 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×