Lífið

Lokaþátturinn af Game of Thrones í nótt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nikolaj Coster-Waldau í hlutverki Jaime Lannister.
Nikolaj Coster-Waldau í hlutverki Jaime Lannister. Vísir/HBO
Í nótt verður lokaþátturinn í sjöundu þáttaröðinni í Game of Thrones frumsýnd og það klukkan eitt aðfaranótt mánudags.

Þátturinn er sýndur og á sama tíma og HBO í Bandaríkjunum og hefur það verið gert á Stöð 2 síðan 2015.

Áhorfið hefur aukist jafnt og þétt með hverju árinu en tók stökk fyrir nýjustu seríuna sem var frumsýnd 16. júlí.

Aldrei hefur neinn dagskrárliður fengið eins mikið áhorf eftir miðnætti á Stöð 2 og hefur meðaláhorf meira en tvöfaldast milli ára.

Margir nýta sér frelsi og tímaflakk af nætursýningu til að horfa á þáttinn þegar þeim hentar daginn eftir en lokaþátturinn verður frumsýndur eftir miðnætti í kvöld á Stöð 2. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×