Handbolti

FH hafði betur gegn Valsmönnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Inage á ferðinni í kvöld.
Hér má sjá Inage á ferðinni í kvöld. vísir/ernir
Valur og FH mættust í Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í kvöld þar sem Valsmenn mættu til leiks með japanskan landsliðsmann.

Sá heitir Ryuto Inage en ekki liggur fyrir hvort Valsmenn semji við leikmanninn sem er hægri hornamaður. FH hafði sigur gegn Valsmönnum, 32-28, eftir því sem næst verður komist. Inage skoraði fjögur mörk í leiknum.

Á Ragnarsmótinu gerði HK og Selfoss jafntefli, 28-28. Kristófer Dagur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir HK og Bjarki Finnbogason fimm.

Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur í liði Selfyssinga með sjö mörk og Teitur Örn Einarsson skoraði sex. Einar Sverrisson skoraði fimm að þessu sinni.

Fjölnir lagði ÍR, 34-31, þar sem Kristján Örn Kristjánsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrettán mörk fyrir Fjölnismenn. Aðrir voru með minna.

Sturla Ásgeirsson skoraði átta mörk fyrir ÍR-inga og Halldór Logi Árnason skoraði sjö.

Snorri Steinn stýrði Valsliðinu í kvöld.vísir/ernir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×