Handbolti

Landsliðskonum fjölgar hjá Val

Valur Páll Eiríksson skrifar
Undanúrslit kvenna í handbolta Íbv Selfoss Hsí
Undanúrslit kvenna í handbolta Íbv Selfoss Hsí

Línumaðurinn Elísa Elíasdóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Vals í handbolta og skrifað undir þriggja ára samning. Hún kemur til liðsins frá ÍBV.

Elísa er fædd árið 2004 verður því tvítug á þessu ári. Hún hefur verið lykilmanneskja í yngri landsliðum Íslands ásamt að hafa leikið 14 A-landsleiki. Hún var í landsliðshópi Íslands sem fór á HM síðasta vetur.

„Það er ánægjulegt að fá Elísu til liðs við félagið. Ég hef mikla trú á henni enda er hún sterkur leikmaður beggja megin á vellinum. Hún á eftir að stíga góð skref hjá okkur og er frábær viðbót við okkar sterka leikmannahóp“ er haft eftir Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Vals, í yfirlýsingu Vals um skiptin.

Valur vann Íslandsmeistaratitilinn á dögunum og varði þar með titil sinn frá því í fyrra. Liðið vann einnig deildarmeistaratitilinn og bikarinn og tapaði einungis einum leik alla leiktíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×