Innlent

Slökkvilið kallað út vegna málmleka hjá United Silicon

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Kísilver United Silicon í Helguvík.
Kísilver United Silicon í Helguvík. VÍSIR/VILHELM
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar að húsnæði United Silicon um eitt leytið í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Ólafi Inga Jónssyni hjá slökkviliði Suðurnesja var um að ræða töluvert minna óhapp en þeir bjuggust við. „Við þurftum ekki að slökkva í neinu. Þeir voru að tappa af og það fór að leka með fram út á gólf,“ segir hann.

Segir Ólafur að fljótandi málmur hafi lekið út og helsta verkefni þeirra hafi verið að tryggja öryggi og stoppa lekann. „Við notuðum málm til að stoppa lekann og síðan erum við bara að bíða eftir því að þetta minnki og kólni.“

Engin hætta stafaði af lekanum og brugðist var rétt við slysinu að sögn Ólafs. „Það er allt í lagi með alla menn og allir voru komnir á söfnunarpunkt þegar við mættum á staðinn. Þetta er auðvitað bara áhætta sem er hérna hjá okkur og við erum með ákveðið vinnufyrirkomulag í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×