FÍB vill lægri iðgjöld í ljósi mikils hagnaðar Sæunn Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2017 06:00 Runólfur Ólafsson segir að á einu ári hafi vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent. Fréttablaðið/Auðunn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að góð afkoma stærstu tryggingafélaga landsins á fyrri helmingi ársins gefi tilefni til að lækka iðgjöld. „Miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna um jákvæða afkomu tryggingafélaganna, þá virðist ganga töluvert betur með vátryggingastarfsemina og þar vega til að mynda bílatryggingar einna þyngst. Á sama tíma höfum við verið að horfa upp á það að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa verið að hækka langt umfram vísitölu. Þannig að það er mín sýn að það sé tilefni til lækkunar á iðgjöldum ökutækjatrygginga," segir Runólfur. Stærstu tryggingafélög landsins högnuðust um 4,8 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Um er að ræða verulegan viðsnúning milli ára en á sama tímabili í fyrra högnuðust félögin um 2,1 milljarð króna. „Á einu ári hefur vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent og við erum innan þriggja prósenta viðmiðunarmarka Seðlabankans í sambandi við verðlagsþróun almennt. Þannig að þetta hefur hækkað langt umfram þróun verðlags," segir Runólfur. „Á sama tíma er vísitala reksturs eigin bifreiðar sex prósentum lægri en hún var fyrir ári síðan. Þannig að það er klárlega lag til að koma til móts við almenna bílaeigendur," segir Runólfur. Gengi hlutabréfa í tveimur af tryggingafélögunum hækkuðu í gær eftir afkomutilkynningarnar. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 0,9 prósent, en hlutabréf í VÍS hækkuðu um 3,47 prósent og í TM um 3,29 prósent. Mestur viðsnúningur er hjá VÍS sem hagnaðist um 1.107 milljónir króna í ár, samanborið við 238 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut nam 0,50 krónum samanborið við 0,10 krónur fyrir sama tímabil árið 2016. Í tilkynningu segir að félagið hafi frá árinu 2015 unnið að breytingum á iðgjöldum til að bregðast við mikilli hækkun í tíðni tjóna og tjónakostnaðar. Því sé niðurstaða fjórðungsins gleðiefni og vonast er til að farið sé að draga úr þessari miklu hækkun tjónakostnaðar. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi var 909 milljónir króna en hagnaður á fyrri helming ársins nam 1.875 milljónum króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var ríflega 200 milljónum króna meiri en kom fram í afkomuviðvörun félagsins þann 18. júlí síðastliðinn. Betri afkoma skýrist einkum af hærri fjárfestingatekjum vegna endurmats á óskráðum hlutabréfum segir í tilkynningu. Hagnaður Sjóvá jókst um 1.100 milljónir milli ára og nam 1.803 milljónum á fyrri árshelmingi. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að góð afkoma stærstu tryggingafélaga landsins á fyrri helmingi ársins gefi tilefni til að lækka iðgjöld. „Miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna um jákvæða afkomu tryggingafélaganna, þá virðist ganga töluvert betur með vátryggingastarfsemina og þar vega til að mynda bílatryggingar einna þyngst. Á sama tíma höfum við verið að horfa upp á það að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa verið að hækka langt umfram vísitölu. Þannig að það er mín sýn að það sé tilefni til lækkunar á iðgjöldum ökutækjatrygginga," segir Runólfur. Stærstu tryggingafélög landsins högnuðust um 4,8 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Um er að ræða verulegan viðsnúning milli ára en á sama tímabili í fyrra högnuðust félögin um 2,1 milljarð króna. „Á einu ári hefur vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent og við erum innan þriggja prósenta viðmiðunarmarka Seðlabankans í sambandi við verðlagsþróun almennt. Þannig að þetta hefur hækkað langt umfram þróun verðlags," segir Runólfur. „Á sama tíma er vísitala reksturs eigin bifreiðar sex prósentum lægri en hún var fyrir ári síðan. Þannig að það er klárlega lag til að koma til móts við almenna bílaeigendur," segir Runólfur. Gengi hlutabréfa í tveimur af tryggingafélögunum hækkuðu í gær eftir afkomutilkynningarnar. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 0,9 prósent, en hlutabréf í VÍS hækkuðu um 3,47 prósent og í TM um 3,29 prósent. Mestur viðsnúningur er hjá VÍS sem hagnaðist um 1.107 milljónir króna í ár, samanborið við 238 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut nam 0,50 krónum samanborið við 0,10 krónur fyrir sama tímabil árið 2016. Í tilkynningu segir að félagið hafi frá árinu 2015 unnið að breytingum á iðgjöldum til að bregðast við mikilli hækkun í tíðni tjóna og tjónakostnaðar. Því sé niðurstaða fjórðungsins gleðiefni og vonast er til að farið sé að draga úr þessari miklu hækkun tjónakostnaðar. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi var 909 milljónir króna en hagnaður á fyrri helming ársins nam 1.875 milljónum króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var ríflega 200 milljónum króna meiri en kom fram í afkomuviðvörun félagsins þann 18. júlí síðastliðinn. Betri afkoma skýrist einkum af hærri fjárfestingatekjum vegna endurmats á óskráðum hlutabréfum segir í tilkynningu. Hagnaður Sjóvá jókst um 1.100 milljónir milli ára og nam 1.803 milljónum á fyrri árshelmingi. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Sjá meira