Viðskipti innlent

Margrét nýr aðstoðarforstjóri Nova

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Margrét Tryggvadóttir, nýr aðstoðarforstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir, nýr aðstoðarforstjóri Nova. Mynd/Aðsend
Margrét Tryggvadóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri Nova. Sem aðstoðarforstjóri mun hún bera ábyrgð á daglegum rekstri fyrirtækisins.

Í tilkynningu frá Nova segir að Margrét hafi verið ein af lykilstjórnendum Nova og starfað hjá fyrirtækinu frá stofnun. Hún gegndi síðast starfi framkvæmdastjóra sölu og þjónustu og tekur nú við nýju hlutverki innan fyrirtækisins.

Þuríður Björg Guðnadóttir, nýr framkvæmdastjóri einstaklingsviðs.Vísir/Aðsend
Sölu- og þjónustusviði Nova verður einnig skipt upp í tvö svið, annars vegar einstaklingssvið og hins vegar fyrirtækjasvið. Þuríður Björg Guðnadóttir hefur verið ráðin til að stýra einstaklingssviði og hefur jafnframt tekið sæti í framkvæmdastjórn Nova. Nova hyggst á næstunni ráða í stöðu yfirmanns fyrirtækjasviðs.

„Á þeim 10 árum sem Nova hefur starfað, hefur fyrirtækið þróast mikið. Í dag starfa hér um 140 starfsmenn og velta fyrirtækisins er tæplega 9 milljarðar. Við þjónustum einstaklinga á sviði farsímaþjónustu og ljósleiðaraþjónustu og höfum jafnframt hert sókn okkar á fyrirtækjamarkað. Við gerum þessar skipulagsbreytingar nú til að efla enn frekar stjórnendateymi félagsins og byggja undir áframhaldandi þróun og vöxt Nova,“ er haft eftir Liv Bergþórudóttur, forstjóra Nova, í tilkynningu frá Nova.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×