Lífið

Strákarnir óskuðu sérstaklega eftir keilunni fyrir hópmyndina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Finnur sem allt vinnur ætlar ekki að gera nein mistök fyrir Eurobasket.
Finnur sem allt vinnur ætlar ekki að gera nein mistök fyrir Eurobasket. vísir/ernir
Keila stal senunni þegar að karlalandsliðið í knattspyrnu flaug utan til þátttöku á Evrópumótinu í Frakklandi á síðasta ári. 

Strákarnir létu mynda sig í jakkafötunum við flugvél Icelandair og í morgun flugu strákarnir okkar í körfuboltalandsliðinu út til að taka þátt á Eurobasket í næsta mánuði. 

Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðar landsliðsþjálfari, tók eftir því að það vantaði keiluna á Keflavíkurflugvelli í morgun og fékk hann flugvallarstarfsmann til að sækja keiluna frægu fyrir hópmyndina. 

Keilan fær því að vera með á hópmyndinni á ný og spurning hvort um sé að ræða happagrip en íslenska landsliðið í knattspyrnu fór hreinlega á kostum á EM í Frakklandi fyrir rúmlega ári síðan. 


Tengdar fréttir

Twitterinn logar: Ómerkileg keila reynist senuþjófur

Karlalandsliðið í knattspyrnu er flogið utan til þátttöku á Evrópumótinu í Frakklandi. Strákanir létu mynda sig í jakkafötunum við flugvél Icelandair sem búið var að merkja "The Icelandic National Team“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×