Lífið

Netverjar fengu sjokk þegar í ljós kom að Torn með Imbruglia væri ábreiða af dönsku lagi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rosalegar fréttir fyrir marga.
Rosalegar fréttir fyrir marga.
Eitt vinsælasta lag tíunda áratugarins er án efa lagið Torn með áströlsku söngkonunni Natalie Imbruglia og má í raun segja að lagið sé einskonar einkennislag áratugarins.

Lagið kom út árið 1997 og sló strax í gegn um heim allan. Nú hafa margir netverjar og tístarar áttað sig á því að lagið er í raun ábreiða af laginu Brændt með dönsku söngkonunni Lis Sørensen.

Þetta komust margir að á Twitter á dögunum og fengu hreinlega sjokk eins og sjá má á umræðunni hér að neðan.

Neðst í fréttinni má síðan hlusta á lögin bæði. Þetta er bara einfaldlega sama lagið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×