Erlent

Yfirvofandi smjörskortur í Evrópu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Meðal þess sem ýtir undir eftirspurnina á smjöri er aukin neysla á því í Kína.
Meðal þess sem ýtir undir eftirspurnina á smjöri er aukin neysla á því í Kína. Vísir/getty
Yfirvofandi smjör skortur er í Evrópu þar sem eftirspurn eftir smjöri hefur aukist allverulega undanfarið.

CNN greinir frá því að aukin eftirspurn veldur því að heildsöluverð á smjöri nær tvöfaldast í Evrópu. Þá kemur auk þess fram að verð á smásölumarkaði hefur aukist um 20 prósent milli ára samkvæmt tölum Euromonitor.

Talsmenn franskra bakara vara við því að þetta geti leitt til verðhækkunar á bakkelsi á borð við croissant, tertur og fleira.

Meðal þess sem hefur ýtt undir aukna eftirspurn er meiri neysla á smjöri í Kína. En áætlað er að neysla á smjöri muni aukast um 3 prósent á heimsvísu á árinu. Þetta er talið geta leitt til skorts fyrir lok ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×