Lífið

Queen Latifah segist tilbúin fyrir móðurhlutverkið

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Queen Latifah á blaðamannafundinum ásamt meðleikara sínum Benjamin Bratt og framleiðandanum Lee Daniels
Queen Latifah á blaðamannafundinum ásamt meðleikara sínum Benjamin Bratt og framleiðandanum Lee Daniels Getty

Leikkonan Queen Latifah sagði frá því í gær að hún væri nú tilbúin til þess að verða móðir.  Latifah er 47 ára gömul og einhleyp í augnablikinu. Latifah var á fjölmiðlafundi að ræða þáttaröðina Star þegar hún opnaði sig um löngun sína til þess að eignast barn.

Latifah hefur áður talað um að hún væri opinn fyrir því að ættleiða. Hún ætlar þó ekki að leyfa fjölmiðlum að fylgjast með þessu ferli eða gefa upp neinar nákvæmari upplýsingar um sínar barneignir. „Þið munuð vita það þegar þið sjáið mig með krakkann á öxlinni.“
Fleiri fréttir

Sjá meira