Fótbolti

Neymar loksins kominn með leikheimild í Frakklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Neymar má spila með PSG um helgina.
Neymar má spila með PSG um helgina. Vísir/EPA
Neymar er loksins kominn með leikheimild með sínu nýja félagi, PSG í Frakklandi, viku eftir að hann var kynntur til sögunnar sem nýr leikmaður félagsins.

Spænsk knattspyrnuyfirvöld biðu í nokkra daga með að senda gögn um félagaskipti Neymar til Frakklands en þau bárust í gær, skömmu áður en frestur til þess rann út fyrir leik PSG gegn Guingamp á sunnudag.

Neymar kostaði PSG 222 milljónir evra en missti af leik PSG gegn Amiens í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar um helgina. PSG vann leikinn, 2-0.

Vitað er að yfirvöld á Spáni eru ekki ánægð með félagaskiptin og telja að PSG hafi brotið á reglum Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, um sanngirni í fjármálum knattspyrnufélaga.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×