Fótbolti

Isco með 87 milljarða króna riftunarákvæði?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Isco í leik með Real Madrid.
Isco í leik með Real Madrid. Vísir/Getty

Það er annað landslag í knattspyrnuheiminum eftir að PSG keypti Neymar frá Barcelona með því að virkja riftunarákvæði í samningi hans. Ákvæðið var upp á 222 milljónir evra en um leið varð Neymar langdýrasti knattspyrnumaður sögunnar.

Önnur lið hafa nú þegar brugðist við þessu í sínum samningum ef marka má fréttir ytra. Diario AS fullyrðir að Isco hafi gert nýjan fimm ára samning við Isco sem sé með 700 milljóna evra riftunarákvæði í samningi sínum.

Greinilegt að spænska stórliðið sé hrætt um að félag eins og PSG, sem virðist vera með ótakmarkað fjármagn, hrifsi leikmenn liðsins frá sér með því að virkja slík ákvæði í samningum þeirra.

„Það eru nú engir leikmenn í aðalliði Real Madrid sem eru með riftunarákvæði í samningi sínum upp á 500 milljónir evra. Og leikmenn í B-liðinu eru með ákvæði upp á 300 milljónir evra,“ segir heimildamaður spænska fjölmiðilsins.

Isco, sem var orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni í sumar, virðist ætla að verða um kyrrt á Santiago Bernabeu næstu árin.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira