Nýliðarnir lítil fyrirstaða fyrir Manchester City | Sjáðu mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar

Manchester City vann verðskuldaðan sigur á Brighton 2-0 í lokaleik dagsins í enska boltanum en sigurinn var síst of stór og voru yfirburðir gestanna miklir allt frá fyrstu mínútu.

Gestirnir frá Manchester-borg sóttu af krafti strax frá byrjun en náðu ekki að skora í fyrri hálfleik. Kom Gabriel Jesus boltanum í netið í eitt skipti en markið var réttilega dæmt af þar sem Jesus notaði höndina til að stýra boltanum í netið.

Tuttugu mínútum fyrir leikslok var enn markalaust en Sergio Aguero kom Manchester City yfir eftir góða skyndisókn.

Vann Kevin De Bruyne boltann ofarlega á vellinum, fann David Silva sem laumaði boltanum inn á Aguero og sá argentínski kláraði vel.

Aðeins fimm mínutum síðar kom annað mark Manchester City þegar Lewis Dunk setti boltann í eigið net af stuttu færi en það reyndist síðasta mark leiksins.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.