Innheimta á þjórfé í posum óheppileg nýlunda Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 16:00 Einhverjum þótti sú tilhögun, að innheimta þjórfé í posum, til marks um að þarna væri verið að notfæra sér útlendinga sem þekkja ekki þjórfjárhefðir á Íslandi. Andri Marinó Ekki hefur tíðkast að gefa þjórfé á Íslandi en með auknum straumi ferðamanna til landsins virðist hafa orðið breyting þar á. Mbl greindi frá þjórfjárgreiðslum á veitingastaðnum Bryggjunni brugghúsi í gær en þar hafa viðskiptavinir fengið meldingu í posa um hvort þeir vilji greiða þjórfé þegar borgað er með greiðslukorti. Þá stendur til að meldingin komi eingöngu upp fyrir erlenda ferðamenn. Einhverjum þótti sú tilhögun til marks um að þarna væri verið að notfæra sér útlendinga sem þekkja ekki þjórfjárhefðir á Íslandi. Neytendasamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar leggja enn fremur áherslu á að þjórfé hafi framan af ekki þekkst hér á landi en þessi nýlunda, þ.e. að meldingar komi upp í posum, geti verið óheppileg og haft mögulega mismunun eftir þjóðernum í för með sér. Þá segir starfandi ríkisskattstjóri allt þjórfé skattskylt.Til stendur að meldingin verði aðeins fyrir erlend kortMatarvef Mbl barst ábending frá íslenskum viðskiptavini varðandi málið en sá fékk upp valmöguleika um þjórfjárgreiðslu á posa veitingastaðarins Bryggjunnar brugghúss þegar greiða átti fyrir máltíð. Í samtali við Mbl sagði Elvar Ingimarsson, rekstrarstjóri Bryggjunnar brughúss, að ferðamenn biðji í auknum mæli um að fá að greiða þjórfé með greiðslukortum. Posameldingunni sé því ætlað að koma til móts við þessa ferðamenn, einkum bandaríska, sem vilji „ólmir borga þjórfé með korti.“ Þá sagði Elvar enn fremur að til standi að gera breytingar á þessu þjórfjárkerfi þannig að valmöguleikinn komi aðeins upp á erlendum kortum, þar sem hann sé ekki hugsaður fyrir innlenda viðskiptavini. Þjórfénu sagði Elvar safnað í starfsmannasjóð. Málið var mikið rætt á samfélagsmiðlinum Twitter í gær en þar lýstu notendur yfir nokkurri óánægju með tilhögunina.Er með betri hugmynd: rukkið bara það sem kostar að borga staffinu. https://t.co/JJ8MvVB9L8— Sverrir (@sverrirbo) August 10, 2017 Jaðrar við fjársvikum með því að láta útlendinga, sem vita ekki betur, halda að þjónusta sé ekki innifalin í verði.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) August 11, 2017 Meldingin óheppileg fyrir Íslendinga í ókunnugum aðstæðumStefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, segir málið ekki hafa komið á borð samtakanna og þá hafi hann ekki sérstaklega kynnt sér það. Við fyrstu sýn segir hann þó aðstæðurnar, þar sem téð melding kemur upp við greiðslu, hljóma óheppilega.Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna.Stefán Hrafn Jónsson„Ég myndi persónulega telja, þar sem Íslendingar eru ekki vanir að borga þjórfé á Íslandi, að þegar brugðist er svona við ókunnugum aðstæðum þá getum við gert mistök. Þannig að fyrstu viðbrögð mín eru að telja að þetta væri óheppilegt,“ segir Stefán „Ég held að neytendur vilji oftast vita fyrirfram hvað vara eða þjónusta kostar,“ bætir hann við.Möguleg mismunun eftir þjóðernumSkapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, hafði heldur ekki fengið veður af málinu þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali í dag. Hann segist þó kannast við þessa innheimtuaðferð erlendis frá, sem hann segir ekki hafa tíðkast á ÍslandiSkapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.Skapti Örn Ólafsson„Þetta er nýlunda að menn séu að bjóða upp á þennan valkost hér, við höfum ekki heyrt það áður,“ segir Skapti Örn. „Varðandi umræðuna almennt um þjórfé þá er ekki hefð fyrir slíku á Íslandi. Erlendis rennur þjórfé til starfsfólks sem laun, en hér á landi greiðum við laun eftir kjarasamningum og því má segja að þjórfé sé innifalið í verðinu,“ segir Skapti Örn. „Hitt er annað mál að við höfum orðið vör við að á sumum stöðum séu smáar fjárhæðir greiddar í þar til gerða bauka sem þjórfé sem starfsmenn nýta sér til að gera sér glaðan dag.“ Skapti Örn segist ekki þekkja það nákvæmlega hvort þjórfjárhefðir séu nægilega kynntar fyrir erlendum ferðamönnum. Þá þykir honum mögulegar fyrirætlanir Bryggjunnar brugghúss geta haft ákveðna mismunun í för með sér. „Þá veltir maður fyrir sér, Íslendingar eru líka ferðamenn í eigin landi, og er þá þarna verið að mismuna eftir þjóðerni? Grunnurinn með þjórfé er að þakka fyrir sig og þú vilt leggja eitthvað extra af mörkum til að þakka fyrir góða þjónustu, veitingar og slíkt. Ætti ekki að bjóða Íslendingum upp á það líka?“Þjórfé ekki sérstaklega tilgreint í skattaframtaliSteinþór Haraldsson, starfandi ríkisskattstjóri, segir þjórfé ekki tilgreint sérstaklega í skattaframtali. Því er ekki vitað hversu mikið af því er talið fram til skatts, en þjórfé er vissulega skattskylt. „Almennt séð er þjórfé skattskyldar tekjur, eins og aðrar tekjur í landinu. Þetta er þess eðlis að það er ekki hægt að taka við staðgreiðslu nema þjórfé fari í gegnum launagreiðandann en það er mjög misjafnt,“ segir Steinþór. Hann gerir ráð fyrir að í þeim tilvikum, þar sem þjórfé er greitt með greiðslukorti í gegnum posa, fari féð í gegnum launagreiðandann og eigi þar með að teljast fram til skatts. Hann tekur þó einnig undir orð hinna og segir þjórfé almennt innifalið í verði á Íslandi og þekkir það aðallega erlendis frá. „Sums staðar er verið að hvetja fólk til að gefa þjórfé, annars staðar er verið að letja fólk til þess sem er kannski réttari aðferðin.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira
Ekki hefur tíðkast að gefa þjórfé á Íslandi en með auknum straumi ferðamanna til landsins virðist hafa orðið breyting þar á. Mbl greindi frá þjórfjárgreiðslum á veitingastaðnum Bryggjunni brugghúsi í gær en þar hafa viðskiptavinir fengið meldingu í posa um hvort þeir vilji greiða þjórfé þegar borgað er með greiðslukorti. Þá stendur til að meldingin komi eingöngu upp fyrir erlenda ferðamenn. Einhverjum þótti sú tilhögun til marks um að þarna væri verið að notfæra sér útlendinga sem þekkja ekki þjórfjárhefðir á Íslandi. Neytendasamtökin og Samtök ferðaþjónustunnar leggja enn fremur áherslu á að þjórfé hafi framan af ekki þekkst hér á landi en þessi nýlunda, þ.e. að meldingar komi upp í posum, geti verið óheppileg og haft mögulega mismunun eftir þjóðernum í för með sér. Þá segir starfandi ríkisskattstjóri allt þjórfé skattskylt.Til stendur að meldingin verði aðeins fyrir erlend kortMatarvef Mbl barst ábending frá íslenskum viðskiptavini varðandi málið en sá fékk upp valmöguleika um þjórfjárgreiðslu á posa veitingastaðarins Bryggjunnar brugghúss þegar greiða átti fyrir máltíð. Í samtali við Mbl sagði Elvar Ingimarsson, rekstrarstjóri Bryggjunnar brughúss, að ferðamenn biðji í auknum mæli um að fá að greiða þjórfé með greiðslukortum. Posameldingunni sé því ætlað að koma til móts við þessa ferðamenn, einkum bandaríska, sem vilji „ólmir borga þjórfé með korti.“ Þá sagði Elvar enn fremur að til standi að gera breytingar á þessu þjórfjárkerfi þannig að valmöguleikinn komi aðeins upp á erlendum kortum, þar sem hann sé ekki hugsaður fyrir innlenda viðskiptavini. Þjórfénu sagði Elvar safnað í starfsmannasjóð. Málið var mikið rætt á samfélagsmiðlinum Twitter í gær en þar lýstu notendur yfir nokkurri óánægju með tilhögunina.Er með betri hugmynd: rukkið bara það sem kostar að borga staffinu. https://t.co/JJ8MvVB9L8— Sverrir (@sverrirbo) August 10, 2017 Jaðrar við fjársvikum með því að láta útlendinga, sem vita ekki betur, halda að þjónusta sé ekki innifalin í verði.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) August 11, 2017 Meldingin óheppileg fyrir Íslendinga í ókunnugum aðstæðumStefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, segir málið ekki hafa komið á borð samtakanna og þá hafi hann ekki sérstaklega kynnt sér það. Við fyrstu sýn segir hann þó aðstæðurnar, þar sem téð melding kemur upp við greiðslu, hljóma óheppilega.Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna.Stefán Hrafn Jónsson„Ég myndi persónulega telja, þar sem Íslendingar eru ekki vanir að borga þjórfé á Íslandi, að þegar brugðist er svona við ókunnugum aðstæðum þá getum við gert mistök. Þannig að fyrstu viðbrögð mín eru að telja að þetta væri óheppilegt,“ segir Stefán „Ég held að neytendur vilji oftast vita fyrirfram hvað vara eða þjónusta kostar,“ bætir hann við.Möguleg mismunun eftir þjóðernumSkapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, hafði heldur ekki fengið veður af málinu þegar blaðamaður Vísis náði af honum tali í dag. Hann segist þó kannast við þessa innheimtuaðferð erlendis frá, sem hann segir ekki hafa tíðkast á ÍslandiSkapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.Skapti Örn Ólafsson„Þetta er nýlunda að menn séu að bjóða upp á þennan valkost hér, við höfum ekki heyrt það áður,“ segir Skapti Örn. „Varðandi umræðuna almennt um þjórfé þá er ekki hefð fyrir slíku á Íslandi. Erlendis rennur þjórfé til starfsfólks sem laun, en hér á landi greiðum við laun eftir kjarasamningum og því má segja að þjórfé sé innifalið í verðinu,“ segir Skapti Örn. „Hitt er annað mál að við höfum orðið vör við að á sumum stöðum séu smáar fjárhæðir greiddar í þar til gerða bauka sem þjórfé sem starfsmenn nýta sér til að gera sér glaðan dag.“ Skapti Örn segist ekki þekkja það nákvæmlega hvort þjórfjárhefðir séu nægilega kynntar fyrir erlendum ferðamönnum. Þá þykir honum mögulegar fyrirætlanir Bryggjunnar brugghúss geta haft ákveðna mismunun í för með sér. „Þá veltir maður fyrir sér, Íslendingar eru líka ferðamenn í eigin landi, og er þá þarna verið að mismuna eftir þjóðerni? Grunnurinn með þjórfé er að þakka fyrir sig og þú vilt leggja eitthvað extra af mörkum til að þakka fyrir góða þjónustu, veitingar og slíkt. Ætti ekki að bjóða Íslendingum upp á það líka?“Þjórfé ekki sérstaklega tilgreint í skattaframtaliSteinþór Haraldsson, starfandi ríkisskattstjóri, segir þjórfé ekki tilgreint sérstaklega í skattaframtali. Því er ekki vitað hversu mikið af því er talið fram til skatts, en þjórfé er vissulega skattskylt. „Almennt séð er þjórfé skattskyldar tekjur, eins og aðrar tekjur í landinu. Þetta er þess eðlis að það er ekki hægt að taka við staðgreiðslu nema þjórfé fari í gegnum launagreiðandann en það er mjög misjafnt,“ segir Steinþór. Hann gerir ráð fyrir að í þeim tilvikum, þar sem þjórfé er greitt með greiðslukorti í gegnum posa, fari féð í gegnum launagreiðandann og eigi þar með að teljast fram til skatts. Hann tekur þó einnig undir orð hinna og segir þjórfé almennt innifalið í verði á Íslandi og þekkir það aðallega erlendis frá. „Sums staðar er verið að hvetja fólk til að gefa þjórfé, annars staðar er verið að letja fólk til þess sem er kannski réttari aðferðin.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Sjá meira