Enski boltinn

Wenger: Ég elska Giroud

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arsene Wenger fagnar.
Arsene Wenger fagnar. vísir/getty

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var kátur eftir 4-3 sigur á Leicester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

„Hvað sóknarleikinn og karakterinn varðar vorum við frábærir. Við fengum á okkur mörk sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir og við þurfum að vinna í því,“ sagði Wenger eftir leik.

Olivier Giroud byrjaði á bekknum en kom inn á og skoraði sigurmark Arsenal þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Girouds í sumar en eins og staðan er núna bendir flest til þess að hann verði áfram á Emirates.

„Það er ómögulegt að halda framherjum ánægðum þegar þeir eru ekki að spila. Við eigum marga leiki og vonandi get ég gefið öllum tækifæri. Þeir eiga allir skilið að spila,“ sagði Wenger og mærði Giroud.

„Ég elska manninn og leikmanninn. Hann er frábær náungi og einbeittur. Hann vill ekki fara og ég er ánægður með það. Ég gaf honum möguleika á því vegna þess að við erum með marga framherja en hann ákvað á endanum að halda kyrru fyrir,“ sagði Wenger.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira