Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Flestir hafa verið útskrifaður úr sóttkvínni í Hveragerði. Halda þarf nokkrum sem enn sýna einkenni nóróveirusýkingar að minnsta kosti til morgun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar verður rætt við þá sem hjálpað hafa skátahópnum í gegnum veikindin.

Í kvöldfréttum verður einnig ítarlega fjallað um gleðigönguna í miðborg Reykjavíkur í dag en tugþúsundir fylgdust með þegar gangan var farin nítjánda árið í röð.

Þá sjáum óhugnalegar myndir frá Charlottesville í Virginíu þar sem til átaka kom í dag milli þjóðarernissinna og þeirra sem mótmæla málstað þeirra.

Við förum síðan í Árbæjarsafn sem fagnar 60 ára afmæli um helgina. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira