Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Flestir hafa verið útskrifaður úr sóttkvínni í Hveragerði. Halda þarf nokkrum sem enn sýna einkenni nóróveirusýkingar að minnsta kosti til morgun. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en þar verður rætt við þá sem hjálpað hafa skátahópnum í gegnum veikindin.

Í kvöldfréttum verður einnig ítarlega fjallað um gleðigönguna í miðborg Reykjavíkur í dag en tugþúsundir fylgdust með þegar gangan var farin nítjánda árið í röð.

Þá sjáum óhugnalegar myndir frá Charlottesville í Virginíu þar sem til átaka kom í dag milli þjóðarernissinna og þeirra sem mótmæla málstað þeirra.

Við förum síðan í Árbæjarsafn sem fagnar 60 ára afmæli um helgina. Þetta og meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×