Innlent

Þyrlan kölluð út vegna skipverja í neyð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. Vísir/Vilhelm
Stjórnstöð Landhelgisgælsunnar barst um klukkan 17 í dag neyðarboð frá báti sem var við það að reka upp í Framri – Langey í innanverðum Breiðafirði með tvo menn um borð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar við Breiðafjörð voru kallaðar út á fyrsta forgangi. Einnig voru nærstaddir bátar beðnir um að halda á staðinn.

Áhöfn bátsins setti út akkeri sem náði að tefja rekið. Um 17:30 var björgunarbátur frá björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi kominn að fiskibátnum. Þar var báturinn tekinn í tog og náðist að draga hann út að stærri bát sem var kominn á svæðið. Stóri báturinn tók þá við því að draga bátinn og hélt með hann áleiðis í Stykkishólm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×