Innlent

Þyrlan kölluð út vegna skipverja í neyð

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna málsins. Vísir/Vilhelm

Stjórnstöð Landhelgisgælsunnar barst um klukkan 17 í dag neyðarboð frá báti sem var við það að reka upp í Framri – Langey í innanverðum Breiðafirði með tvo menn um borð.

Þyrla Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Landsbjargar við Breiðafjörð voru kallaðar út á fyrsta forgangi. Einnig voru nærstaddir bátar beðnir um að halda á staðinn.

Áhöfn bátsins setti út akkeri sem náði að tefja rekið. Um 17:30 var björgunarbátur frá björgunarsveitinni Berserkjum í Stykkishólmi kominn að fiskibátnum. Þar var báturinn tekinn í tog og náðist að draga hann út að stærri bát sem var kominn á svæðið. Stóri báturinn tók þá við því að draga bátinn og hélt með hann áleiðis í Stykkishólm.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira