Sport

Bolt tognaði í lokahlaupinu er Bretar báru sigur úr býtum

Bolt fær aðstoð liðsfélaga sinna eftir að hafa fallið úr leik í kvöld.
Bolt fær aðstoð liðsfélaga sinna eftir að hafa fallið úr leik í kvöld. Vísir/getty

Usain Bolt tognaði í lokahlaupi sínu á HM á frjálsum í kvöld og féll í jörðina á lokasprettinum er Bretar tóku gullverðlaunin á heimavelli.

Var þetta seinasta hlaup Bolt á mótinu en þetta var síðasta mót þessa ótrúlega íþróttamanns sem hefur unnið öll þau gullverðlaun sem í boði eru í spretthlaupi, þ.á.m. ellefu gullverðlaun á HM í frjálsum ásamt átta gullverðlaunum á ÓL.

Sveit heimamanna byrjaði af krafti og náði strax forskotinu en Omar McLeod frá Jamaíka sem er aðallega í grindarhlaupi fór hægt af stað.

Jamaíkumenn virtust vera búnir að saxa á forskot Breta og Bandaríkjamanna þegar kom að Bolt en hann meiddist þegar stutt var eftir og þurfti að hætta leik.

Breska sveitin bætti eigið met er hún kom í mark á 37,47, rétt á undan bandarísku sveitinni en breska sveitin var tæplega hálfri sekúndu á eftir heimsmeti Jamaíka sem sett var á Ólympíuleikunum í London 2012 er þeir komu í mark á 36.84.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira