Innlent

Sóðaskapur á Hornafirði og átaks þörf

Benedikt Bóas skrifar
Illa er gengið um svæðin þar sem má henda rusli.
Illa er gengið um svæðin þar sem má henda rusli. Vísir/Pjetur
Samfélag Bæjarráð Hornarfjarðar hvetur alla til að ganga betur um urðunarstaðinn í Fjárhúsavík og bendir á að aðeins er heimilt að losa þar garðaúrgang. Áhyggjuefni er hvað umgengnin þar er slæm.

Í fundargerð bæjarráðs var farið yfir ábendingar frá heimsókn framkvæmdastjóra HAUST, Heilbrigðis­eftirlits Austurlands, Helgu Hreinsdóttur, vegna ástands og umgengni við urðunarstaðinn í Lóni, jarðvegstipp í Fjárhúsavík og móttöku- og flokkunarstöð. Kemur fram að umgengni á þessum stöðum er ábótavant og mikilvægt að gerð verði bragarbót hvað það varðar.

Bæjarstjóri upplýsti að undanfarna daga hafi verið gengið umhverfis Lón og efni sem fokið hafi af urðunarstað hreinsað. Bæjarstjóri fór einnig yfir ástand lóðar við móttöku- og flokkunarstöð, nauðsynlegt er að ráðast í lagfæringar á henni og malbika portið nú í haust. Bæjarráð vísar kostnaði við þá framkvæmd til viðauka við fjárhagsáætlun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×