Enski boltinn

Barry bætir væntanlega leikjametið hjá West Brom

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gareth Barry er á förum frá Everton sem hann hefur leikið með frá 2013.
Gareth Barry er á förum frá Everton sem hann hefur leikið með frá 2013. vísir/getty
Tony Pulis, knattspyrnustjóri West Brom, vonast til að landa Gareth Barry í dag.

Samkvæmt heimildum The Telegraph hefur hinum 36 ára gamla Barry verið tjáð að honum sé frjálst að fara frá Everton.

Pulis hefur mikinn áhuga á að fá þennan reynda miðjumann sem vantar aðeins fimm leiki í viðbót til að verða leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Pulis hefur verið nokkuð rólegur á félagaskiptamarkaðinum í sumar. Walesverjinn vill þó ólmur fá fleiri leikmenn til West Brom sem vann Bournemouth með einu marki gegn engu í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.

Barry hefur leikið 628 leiki í ensku úrvalsdeildinni með Aston Villa, Manchester City og Everton. Aðeins Ryan Giggs (632) hefur leikið fleiri úrvalsdeildarleiki en Barry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×