Fótbolti

Tölfræðin sem ætti að hræða stuðningsmenn Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Miguel Britos tryggði Watford stig gegn Liverpool með marki eftir hornspyrnu.
Miguel Britos tryggði Watford stig gegn Liverpool með marki eftir hornspyrnu. vísir/getty
Liverpool mætir Hoffenheim á útivelli í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Bæði lið enduðu í 4. sæti í sínum deildum á síðasta tímabili. Árangur Hoffenheim kom mikið á óvart en hinn þrítugi Julian Nagelsmann hefur gert frábæra hluti með liðið.

Einn af styrkleikum Hoffenheim á síðasta tímabili voru föst leikatriði. Liðið fékk aðeins átta mörk á sig eftir föst leikatriði í fyrra og skoraði sjálft 16 mörk.

Ekkert lið skoraði jafn mörg mörk eftir föst leikatriði í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og Hoffenheim.

Hoffenheim endaði í 4. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.vísir/getty
Þessi tölfræði ætti að skjóta stuðningsmönnum Liverpool skelk í bringu.

Síðan Jürgen Klopp tók við Liverpool fyrir tæpum tveimur árum hafa aðeins tvo lið, Crystal Palace og Watford, fengið á sig fleiri mörk (28) eftir föst leikatriði en Liverpool (27).

Liverpool gerði 3-3 jafntefli við Watford í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn. Tvö marka Watford komu eftir hornspyrnur.

„Við verjumst flestum föstum leikatriðum mjög vel en er það nóg þegar við fáum á okkur mörk eftir þau? Nei. Við þurfum að vinna í þessu,“ sagði Klopp um vandræði Liverpool í föstum leikatriðum.

Leikur Hoffenheim og Liverpool hefst klukkan 18:45 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.


Tengdar fréttir

Messan: Það er enginn ómissandi

Strákarnir í Messunni ræddu um Philippe Coutinho og leikmannamarkaðinn almennt í líflegum þætti í gær.

Coutinho fer ekki með til Þýskalands

Liverpool tilkynnti í morgun hvaða 22 leikmenn fara með til Þýskalands þar sem liðið spilar gegn Hoffenheim á morgun í Meistaradeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×