Enski boltinn

Southampton komið í eigu Kínverja

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Liebherr er ekki lengur aðaleigandi Southampton.
Liebherr er ekki lengur aðaleigandi Southampton. vísir/getty
Moldríkir Kínverjar halda áfram að kaupa knattspyrnulið í Evrópu og nú er enska úrvalsdeildarliðið Southampton komið í eigu Kínverja.

Það er auðjöfurinn Jisheng Gao sem er búinn að ganga frá kaupum á 80 prósenta hlut í enska félaginu. Fyrirtæki hans sagði í janúar að það væri að kaupa þennan hlut en nú er búið að færa hann yfir á Gao persónulega.

„Í dag hefst nýr og spennandi kafli í sögu félagsins,“ sagði Katharina Liebherr en hún erfði félagið af föður sínum árið 2010. Hún ætlar að halda í 20 prósenta hlut í félaginu.

Aston Villa, Birmingham, Wolves, Reading og WBA eru einnig í eigu Kínverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×