Innlent

Þyrlan sótti veikan sjómann

V´siir/Anton
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gærkvöldi til að sækja veikan sjómann um borð í íslenskan togara sem staddur var vestur af landinu. Þetta var ákveðið eftir samráð læknis við yfirmenn togarans. Leiðangurinn gekk vel og var manninum flogið á Landspítalann, þar sem hann komst undir læknis hendur.

Fjallahjólakappi féll á hjóli sínu í hliðum Skálafells í gærkvöldi, hlaut höfuðhögg og rotaðist. Samferðafólk hans kallaði þegar eftir aðstoð og var hann kominn til meðvitundar þegar sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Hann var hins vegar orðinn nokkuð kaldur. Hann var fluttur á fjórhjóli niður á veg og þaðan í sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar og skoðunar. Þetta gerðist í fjallahjólabraut í fjallshlíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×