Erlent

Vilja friðhelgi fyrir forsetafrú

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Grace Mugabe forsetafrú
Grace Mugabe forsetafrú Nordicphotos/AFP
Ríkisstjórn Simbabve hefur beðið yfirvöld í Suður-Afríku um diplómatafriðhelgi fyrir Grace Mugabe, eiginkonu forsetans Roberts Mugabe. Forsetafrúin hefur verið kærð fyrir líkamsárás í Suður-Afríku en tvítug suðurafrísk kona sakar hana um að hafa ráðist á sig með rafmagnskapli.

Búist var við því að Mugabe gæfi sig fram við lögreglu á þriðjudag en það gerði hún ekki.

Ríkisstjórn Simbabve tilkynnti opinberlega um ósk sína í gær en BBC greinir frá því að suðurafrísk yfirvöld vilji að mál Mugabe fari í eðlilegan farveg í suðurafrísku réttar­kerfi.

Ríkislögreglustjórinn Lesetja Mothiba kom fyrir suðurafríska þingið í gær. Sagði hann að Mugabe yrði að koma fyrir rétt eins og aðrir. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×