Innlent

Hestastóð gerði sig heimakomið í Breiðholti

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Smalamennskan krafðist töluverðrar útsjónarsemi að sögn lögreglu.
Smalamennskan krafðist töluverðrar útsjónarsemi að sögn lögreglu. Lögreglan

Það er ekki á hverjum degi sem hestar sjást í þéttbýli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti þó nýverið að hafa afskipti af hestastóð sem hafði gert sig heimakomið í Breiðholti. Lögreglan mætti þeim á miðri Breiðholtsbraut yfir Reykjanesbraut.

Þeir voru reknir af veginum og inn á næsta grasbala á milli Dalvegar og aðreinar að Reykjanesbraut.

„Smalamennskan krafðist talsverðrar útsjónarsemi og yfirvegunar, en sett var upp tímabundið hestagerði á þessum stað. Lokunarborði lögreglunnar kom að góðum notum við verkið, en hestarnir voru samstarfsfúsir og virtu fyrirmæli lögreglu! Þeim var síðan komið á réttan stað og þar með lauk þessu ævintýri þeirra,“ segir í Facebook færslu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.