Lífið

Taylor Swift styrkir þolendur kynferðisofbeldis

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Taylor Swift og Mariska Hargitay saman á sviðinu á tónleikaferðalagi árið 2015.
Taylor Swift og Mariska Hargitay saman á sviðinu á tónleikaferðalagi árið 2015. Getty
Söngkonan Taylor Swift hefur styrkt góðgerðarsamtökin Joyful Heart Foundation en það var leikkonan Mariska Hargitay sem stofnaði samtökin. Fjárhæðin sem Swift gaf samtökunum hefur ekki verið gefin upp en talsmaður samtakanna sagði í samtali við Huffington Post að þetta hafi verið „stór fjárhagsleg fjárfesting í baráttunni við að binda enda á kynferðisofbeldi.“

Taylor Swift vann á mánudag mál sitt gegn útvarpsmanni sem hún sakaði um að hafa káfað á berum rassi sínum. Fékk hún einn dal í skaðabætur, eins og krafist var. Atvikið átti sér stað árið 2013 og hefur Swift verið hrósað mikið fyrir að kæra manninn fyrir kynferðisofbeldi.

Eftir að dómurinn var kveðinn upp á mánudag sagði Swift að hún væri mjög meðvituð um forréttindi sín og getu til þess að geta varið sig í réttarhöldum sem þessum. Lofaði Swift að á næstunni myndi hún hjálpa öðrum að láta rödd sína heyrast með því að gefa til nokkurra góðgerðarfélaga sem hjálpa þolendum kynferðisofbeldis að verja sig.

Hargitsy stofnaði samtökin eftir að hafa fengið þúsundir bréfa frá þolendum kynferðisofbeldis en hún leikur lögreglukonu í þáttunum Law and Order: Special Victims Unit. Taylor og Hargitay eru vinkonur og leikkonan er ein þeirra sem lék í myndbandi söngkonunnar við lagið Bad Blood. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×