Erlent

Heiðursmorð í Svíþjóð: Morðingi og hinn látni báðir ættingjar Fadime Sahindal

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Fadime Sahindal var myrt í janúar árið 2002 af föður sínum í borginni Uppsala í Svíþjóð.
Fadime Sahindal var myrt í janúar árið 2002 af föður sínum í borginni Uppsala í Svíþjóð. Vísir
Maðurinn sem var myrtur í Falun í Svíþjóð í maí og maðurinn sem er grunaður um morðið voru báðir skildir konu að nafni Fadime Sahindal.

Fadime Sahindal var myrt í janúar árið 2002 af föður sínum sem var í kjölfarið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir verknaðinn. Hún var 26 ára gömul. Faðir hennar hafði bannað henni að fara til Uppsala þar sem hann vildi ekki að hún heimsótti gröf látins unnusta síns. Þann 21. janúar 2002 heimsótti Fadime móður sína og systur í Uppsala. Á meðan hún var þar kom faðir hennar og skaut hana í höfuðið fyrir framan móður hennar og systur hennar tvær. 

Áður en hún var myrt hafði Fadime talað opinberlega gegn heiðursmorðum og hefur síðan orðir einskonar táknmynd fyrir baráttuna gegn heiðursmorðum í Svíþjóð.

Maðurinn sem var myrtur í maí hafði áður neitað að fremja heiðursmorð með því að drepa tvær elstu dætur sínar fyrir að hafa verið í nánum samskiptum við stráka.

Sjá einnig: Maður myrtur með skærum í Svíþjóð fyrir að neita að drepa dætur sínar

Þetta er ekki eini slíki glæpurinn sem framinn hefur verið af ættingjum Fadime. Fyrr á þessu ári var annar ættingi hennar dæmdur fyrir morðið á fyrrverandi sambýliskonu sinni í bænum Bollnäs

Evin Cetin var réttargæslumaður í málinu í Bollnäs og er það einnig í málinu sem nú er til rannsóknar

„Þetta er hryllilegt morð, og greinilega heiðurstengt. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem glæpur af þessu tagi er framinn. Mínir skjólstæðingar hafa misst föður og eiginmann vegna heiðurssjónarmiða. Skjólstæðingar mínir vilja aðstoða við að binda endi á þessar hræðilegu árásir í nafni heiðurs,“ segir Cetin í samtali við sænska ríkisútvarpið.

Hún segir jafnframt að skjólstæðingar hennar séu í erfiðri stöðu en vill ekki tjá sig um öryggi þeirra að svo stöddu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×