Erlent

Sjö slasaðir eftir árás í Rússlandi

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tveir eru þungt haldnir á spítala eftir að maður, vopnaður hnífi, stakk vegfarendur í borginni Surgut.
Tveir eru þungt haldnir á spítala eftir að maður, vopnaður hnífi, stakk vegfarendur í borginni Surgut. Vísir/afp
Sjö særðust þegar maður, vopnaður hnífi, hóf að stinga gangandi vegfarendur í rússnesku borginni Surgut. Maðurinn var skotinn til bana af lögreglu. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Hinir slösuðu voru fluttir á spítala til aðhlynningar. Tveir af hinum sjö særðu eru þungt haldnir.

Búið er að bera kennsl á árásarmanninn og er til skoðunar hvort hann hafi verið veikur á geði. Maðurinn, fæddur árið 1994, var búsettur í Surgut.

Ekki liggur fyrir hvaða ástæða liggur að baki ódæðinu og þangað til annað kemur í ljós, að sögn lögreglu, verður haft um árásina tilraun til manndráps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×