Íslenski boltinn

"Gunnlaugur með fullt traust stjórnar eins og staðan er núna“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson hefur stýrt ÍA undanfarin fjögur ár.
Gunnlaugur Jónsson hefur stýrt ÍA undanfarin fjögur ár. vísir/ernir
Magnús Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir að Gunnlaugur Jónsson, þjálfari liðsins, hafi traust stjórnar eins og staðan sé núna.

ÍA steinlá fyrir Val, 6-0, í 13. umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi.Þetta var stærsta tap ÍA í deildakeppni í sögu félagsins. Skagamenn hafa núna tapað þremur leikjum í röð með markatölunni 0-9.

„Hann hefur fullt traust stjórnar eins og staðan er núna en við munum funda í stjórninni og fara yfir málin,“ sagði Magnús í samtali við Vísi í morgun. Að hans sögn mun stjórn knattspyrnudeildar funda seinni partinn í dag.

ÍA situr í tólfta og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Næsti leikur ÍA er gegn KR á heimavelli eftir viku.


Tengdar fréttir

Gulli Jóns: Stjórnin þarf að spá í málin

Þjálfari ÍA, Gunnlaugur Jónsson, var ekki sáttur eftir 6-0 tap sinna manna gegn toppliði Vals í Pepsi deild karla í kvöld. Hann segist ekki óttast um stöðu sína eins og er, en stjórnin þurfi að spá í málin eftir þessa útreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×